Til að kynna þér nánar nýju vöruna þína, skaltu blása hana upp í fyrsta skipti innandyra við stofuhita, þar sem PVC plastið
verður mjúkt og samsetning er auðveldari
Ef varan var geymd við lægri hita en 0°C / 32°F, skaltu láta hana vera við 20°C / 68°F hita í 12 klukkutíma áður en þú
breiðir úr henni. Blástu hann upp með meðfylgjandi pumpu (KK55 og KK65) eða annarri pumpu sem er hönnuð fyrir
uppblásanlega báta, fleka, sunddýnur, vindsængur, tjalddýnur og aðrar uppblásanlegar vörur með lágum loftþrýsting.
Þessum pumpum munu fylgja slöngur og millistykki sem passa í ventlana á þessari vöru.
Veldu slétt og hreint yfirborð til að breiða úr bátnum þínum.
1. Brjóttu fremri og aftari svunturnar aftur yfir bátinn, festu síðan hvern enda á svuntunum við svuntufestingarnar (sjá
teikningu fyrir neðan).
2. Kajakinn þinn er með tvenns konar ventla:
Boston ventil/ventla – sjá teikningu á móti: Skrúfaðu ventilhettuna (1) af. Skrúfaðu
a)
ventilinnleggið (2) á festinguna (3) og gættu þess að ventilhettan sé aðgengileg.
Stingdu pumpustútnum í og dældu lofti þar til réttum þrýstingi er náð (sjá málsgrein
3). Eftir loftdælingu skaltu skrúfa allar ventilhettur þétt á (réttsælis).
Ath: Eðlilegt er að dálítið loft leki úr áður en ventilhettan er skrúfuð á. Aðeins
ventilhettan getur tryggt LOFTÞÉTTNI.
b) Double lock™ ventill & Mini double lock™ ventill (sjá teikningu á bls. 3)
Opnaðu fyrir ventilinn (A). Til að hefja loftdælingu skaltu opna ytri stopparann og toga út (B).
Settu pumpustútinn í ventillinn og kveiktu á pumpunni eða byrjaðu að dæla (C). Til að loka fyrir ventilinn: ýttu með
pumpunni þar til að stopparinn er farinn inn og lokar þannig á innri stopparann (D). Fjarlægðu pumpuna og lokaðu fyrir
ytri stopparann. Ventillinn ætti að líta samanbrotinn út (E).
3. Blástu bátinn upp í þeirri röð sem er sýnd á upplýsingunum sem prentaðar eru á bátinn (sjá einnig mynd # 1 –
númeraröðun ventlana).
4. Hámarksloftþrýstingur: Réttur þrýstingur fyrir þessa vöru er: 0,06 bör (= 60 millibör). Ekki fara yfir þessi mörk.
5. Hættu að pumpa þegar báturinn er stinnur. Láttu bátinn hvíla í 5 mínútur og athugaðu svo þrýstinginn með
Sevytest™ mælinum.
6. Bátnum þínum fylgir SEVYTEST™ þrýstimælir. Sevytest™ mælirinn er ekki dælumælir. Tilgangur hans er að
sýna þér hvort dæla þurfi meira lofti inn eða hleypa úr
a) eftir fyrstu loftdælingu
b) eftir að þrýstingur hefur aukist eða minnkað vegna hitabreytinga.
7. Virkni Sevytest™ byggist á því að PVC plastið teygist vegna loftþrýstings.
8. Eftir að búið er að blása bátinn upp skaltu athuga stöðu Sevytest™ mælisins. Athugaðu síðan Sevytest™ mælinn af
og til og bættu við/hleyptu út nægilegu lofti svo að mæliröndin sé á sama svæði.
a) Ef Sevytest mælirinn er á "+" svæðinu, skaltu pumpa meira lofti í vöruna (auka loftþrýsting).
b) Ef Sevytest mælirinn er á "-" svæðinu, skaltu hleypa lofti úr vörunni (minnka loftþrýsting).
9. Settu uppblásanlegu sætin í kajakinn (ef hægt er að fjarlægja þau).
10. Festu svuntukaðlana eins og sýnt er á myndinni fyrir neðan.
Ef þú skilur vöruna þína eftir í heitri sólinni skaltu athuga þrýstinginn og hleypa dálitlu lofti út, annars gæti
efnið teygst of mikið út.
Umhverfisthiti hefur áhrif á innri þrýsting slöngunnar: 1°C hitabreyting veldur +/- 4 millibara þrýstibreytingu í slöngunni.
Viðhaltu
þrýstingi
á þessu
svæði
AÐVÖRUN !
57
(1) Ventilhetta
(2) Ventilinnlegg
(3) Ventilfesting
Auka
loftþrýsting
Minnka
loftþrýsting
Í
S
L
E
N
S
K
A