Anleitung_NPFP_15000_SPK7__ 10.06.13 15:45 Seite 92
ISL
Fara verður eftirfarandi:
Við uppsetningu tækisins verður að ganga úr skugga
um það að tækið hangi aldrei á þrýstileiðslunum eða á
rafmagnsleiðslunni. Tækið verður að vera hengt upp á
þar til gerður burðarhaldfangi eða það verður að liggja
á traustum fleti. Til þess að geta tryggt eðlilega og
góða virkni þessa tækis, verður botninn ávallt að vera
laus við leðju eða hverslags óhreinindi. Ef að
vatnsyfirborðrið ef of lágt getur leðja og óhreinindi
þornað snögglega og komið í veg fyrir að tækið fari í
gang. Þess vegna er nauðsynlegt að yfirfara tækið
reglulega (athugið hvort að tækið fari í gangi).
Tilmæli:
Dæluholan verður að vera nægjanlega stór.
5.3 Rafmagnstengingin
Tækið sem að þú hefur keypt er nú þegar útbúið
öryggistengingu. Tækið ætlað til þess að tengja við
rafrás með jarðtengingu með 230 V ~ 50 Hz. Gangið
úr skugga um að innstungan sem að tækið er tengt
við sé með viðeigandi öryggi (að minnstakosti 6 A) og
að hún sé í fullkomnu ásigkomulagi. Setjið
rafmagnsklónna í innstunguna og þar með er tækið
tilbúið til notkunar.
Varúð!
Þessi vinna ætti einungis að vera framkvæmd af
viðurkenndum rafmagnsfagaðila eða viðurkenndum
þjónustuaðila til ess að koma í veg fyrir óðarfa hættu.
6. Notkun
Eftir að þessi uppsetning hefur farið fram og að þú
hafir lesið allar leiðbeiningar nákvæmlega, er hægt að
hefja vinnu eftir eftirtöldum liðum:
Athugið vel hvort að tækið sé vel og örugglega
n
uppsett.
Yfirfarið þrýstileiðsluna og hvort að hún hafi verið
n
áfest eins og nauðsynlegt er.
Gangið úr skugga um að rafrásin sem tækið er
n
tengt við sé 230 V ~ 50 Hz.
Yfirfarið að allar innstungur séu í fullkomnu
n
ásigkomulagi.
Gangið úr skugga um að það komist aldrei vatn
n
eða raki inn í rafmagnstekningarnar.
Forðist það að tækið gangi þurrt.
n
Til þess að slökkva á tækinu verður að taka
n
rafmangsleiðsluna úr sambandi við straum.
92
Virkni sjálfkrafa flotrofans
Sjálfvirkninotkun:
Við sjálfvirkninotkun verður rofinn (A) að vera í neðri
stöðunni (mynd 5).
Í þessari stöðu er flotrofinn virkur. Virknihæð hans er
um það bil 12 cm. Við um það bil 3 cm slekkur tækið á
sér aftur.
Handvirk notkun / grunnsogun:
Við handvirka notkun eða sogar er í grunnu vatni
verður að setja rofann (A) í efri stöðuna (mynd 6).
Þannig er innbyggði flotrofinn óvirkur og tækið gengur
standslaust. Við slíka notkun er hægt að dæla upp
vatni niður að 2 mm.
Vinsamlegast athugið:
Þannig að hægt sé að nota tækið við handnotkun
verður vatnshæðin að vera að minnstakosti 50 mm!
Varúð!
Tækið má alls ekki ganga þurrt!
7. Skipt um rafmagnsleiðslu
Ef að rafmagnsleiðsla þessa tækis er skemmd, verður
að láta framleiðanda, viðurkenndan þjónustuaðila eða
annan fagaðila skipta um hana til þess að koma í veg
fyrir tjón.
8. Hreinsun, umhirða og pöntun
varahluta
Varúð!
Takið tækið úr sambandi við straum fyrir hverja
n
umhirðu eða viðgerð.
Ef að tækið er flutt verður ávallt að hreinsa tækið
n
fyrst með hreinu vatni.
Við fasta notkun mælum við með því að yfirfara
n
virkni flotrofans á 3 mánaða millibili.
Ló og trefjalaga hlutir sem geta hafa fests inn í
n
tækinu verður að fjarlægja.
Hreinsa verður brunnbotninn og veggi frá leðju og
n
óhreinindum á 3 mánaða millibili.
Hreinsið flotrofann með hreinu vatni.
n
8.1 Hreinsun dæluhjóls
Ef að óhreinindi í tækishúsinu eru til staðar verður að
fara að eins og hér er lýst:
1. Losið sogkörfuna frá tækishúsinu.
2. Hreinsið dæluhjólið með hreinu vatni.
Varúð! Setjið ekki tækið niður þannig að það
standi á dæluhjólinu eða styðjið það með því!